Ölfus mætir Kópavogi í Útsvarinu í kvöld

Ölfus mætir liði Kópavogs í annarri umferð Útsvarsins á RÚV í kvöld, föstudag.

Okkar fólk vann góðan sigur á nágrönnum okkar frá Hveragerði í fyrstu umferð og verður gaman að fylgjast með þeim gegn Kópavogi í kvöld.

Þorlákshafnarbúar og aðrir stuðningsmenn Ölfuss-liðsins eru hvattir til að fjölmenna í sjónvarpssal og er mæting þangað kl. 19:40 á RÚV í Efstaleiti.

Þátturinn hefst síðan stundvíslega klukkan 20:00.