Artúr Guðnason í sigurliði FSu í Gettu betur

Lið Fjölbrautaskóla Suðurlands sigraði í fyrstu viðureign sinni í Gettu betur í gær þegar liðið vann Fjölbrautaskóla Vesturlands örugglega 30-22.

Í liði FSu er Þorlákshafnarbúinn Artúr Guðnason og er hann flottur fulltrúi bæjarins í spurningakeppni framhaldsskólanna. Ásamt Artúri í liði FSu eru Sólmundur Magnús Sigurðarson og Vilborg Ísleifsdóttir. Þá er liðstjóri liðsins Þorlákshafnarbúinn Ágústa Ragnarsdóttir.

Á fimmtudaginn kemur í ljós hvaða skóla FSu mætir í 2. umferð keppninnar.