Digiqole ad

Eldur í Hellisheiðarvirkjun

 Eldur í Hellisheiðarvirkjun
Mynd: Skjáskot/Nútíminn.is

Eldur kom upp í  stöðvarhúsi Hellisheiðarvirkjunar rétt fyrir hádegi í dag. Talið er að eldurinn hafi komið upp í loftræstikerfi virkjunarinnar.

Allt tiltækt lið slökkviliðsins í Árnessýslu og úr Reykjavík komu fljótt á staðinn. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur sakaði engann og gekk vel að rýma húsið.

Í tilkynningu frá OR segir að tvær af sjö aflvélum Hellisheiðarvirkjunar hafi stöðvast vegna eldsins. „Ákveðið var að slökkva á varmastöð virkjunarinnar sem framleiðir heitt vatn fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu Orkuveitunnar.