Júlí Heiðar með kraftmikið lag í Söngvakeppninni

Mynd: Íris Dögg Einarsdóttir – RÚV

Undankeppni Eurovision söngvakeppninnar er handan við hornið eða nánar tiltekið 10. og 17. febrúar næstkomandi og eins og undanfarin ár eiga Þorlákshafnarbúar fulltrúa í keppninni.

Júlí Heiðar Halldórsson samdi eitt þeirra laga sem taka þátt í undankeppninni og heitir það á íslensku Í stormi og á ensku Saviours. Um er að ræða stórt og kraftmikið lag sem Dagur Sigurðsson syngur frábærlega. Júlí Heiðar samdi einnig textana en Þórunn Erna Clausen samdi með honum íslenska textann og Guðmundur Snorri samdi með honum þann enska.

Eins og flestir vita er Júlí enginn byrjandi í söngvakeppninni en hann hefur átt 3 lög sem komist hafa í keppnina. Fyrsta lagið, Spring yfir heiminn, tók þátt árið 2016. Heim til þín samdi Júlí og flutti ásamt Þórdísi Birnu á síðasta ári og svo lagið í ár, Í stormi.

Hér að neðan má hlusta á þetta flotta lag sem Hafnarfréttir hafa fulla trú á að fljúgi beint í úrslitin.

Í stormi:

Saviours: