Magnaður flutningur Dags í Þorlákskirkju! – Myndband

Eins og allir vita orðið þá á okkar maður, Júlí Heiðar Halldórsson, lag í Söngvakeppni sjónvarpsins í ár.

Það er Dagur Sigurðsson sem flytur lag Júlís, Í stormi, en hér að neðan má sjá myndband þar sem Dagur og Marínó Geir flytja lagið órafmagnað í Þorlákskirkju.

Þorlákshafnardrengurinn Baldur Rafn Gissurarson sá um hljóðupptökuna í kirkjunni. Útkoman er ekkert annað en mögnuð!

Fyrri undankeppnin er núna á laugardaginn en Dagur stígur á svið 17. febrúar í seinni undankeppninni. Miðasala í fullum gangi á tix.is.