Guðmundur Karl snýr aftur í Fjölni

Knattspyrnumaðurinn og Þorlákshafnarbúinn Guðmundur Karl Guðmundsson er genginn til liðs við Fjölni á nýjan leik eftir að hafa spilað í eitt ár hjá FH.

Þar með má segja að Guðmundur sé kominn heim en hann hefur leikið með Fjölni í fjölda ára eða allt frá árinu 2006 og spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik með liðinu árið 2008.

Guðmundur Karl var fyrirliði Fjölnis árið 2016 og er hann fjórði leikjahæsti leikmaður Fjölnis í efstu deild frá upphafi með 73 leiki og 8 mörk.