Frábær sigur Þórs á toppliði ÍR – Skrefi nær úrslitakeppninni

Þórsarar gerðu frábæra ferð í Breiðholtið í kvöld þegar þeir sóttu topplið ÍR heim í Hertz hellinn í Domino’s deildinni í körfubolta. Lokatölur 68-70 Þórsurum í vil eftir æsispennandi lokamínútur.

Frábær varnarleikur Þórsara fyrstu þrjá leikhlutana skóp sigurinn í kvöld og var forskot Þórsara mest 18 stig um miðbik þriðja leikhluta.

ÍR-ingar komu grimmir í fjórða leikhlutann og söxuðu vel á forskotið og komust mest tveimur stigum yfir en Þórsarar voru sterkari í blálokin og sigldu í höfn sanngjörnum sigri.

Gífurlega mikilvægur sigur Þórsara í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni.