Þrengslin opin en Hellisheiði ennþá lokuð

Uppfært kl. 09:01
Búið er að opna Þrengslaveg en þar er hálka þegar þetta er skrifað.

Búið er að loka Hellisheiði og Þrengslum enn eina ferðina vegna hvassviðris og skafrennings. Sjá nánar á færðarkorti Vegagerðarinnar hér

„15-18 m/s, hríð og skarfrenningur til miðnættis, en siðan hlánar á láglendi.  Gengur hratt yfir landið og setur niður talsverðan snjó. Í fyrramálið snýst í  SV hvassviðri með éljum og blindu um V-vert landið.“ Segir á vef Vegagerðarinnar.

Ekki koma nánari uppfærslur á tilkynningu í nótt hjá Vegagerðinni og verður hún uppfærð kl. 6:30 í fyrramálið.