Þórsarar fá bikarmeistarana í heimsókn í kvöld

Í kvöld fer fram mjög mikilvægur leikur fyrir Þórsara í Domino’s deildinni í körfubolta þegar bikarmeistararnir í Tindastól mæta í heimsókn í Icelandic Glacial höllina.

Þórsarar eru núna í mikilli baráttu um sæti í úrslitakeppninni og sigur gegn feiknar sterku liði Tindastóls í kvöld yrði skref í átt að úrslitakeppninni.

Tindastóll hefur að skipa gífurlega sterku liði og þurfa því Þórsarar góðan stuðning úr stúkunni í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19:15.