Í stormi í úrslit Söngvakeppninnar

Lag Júlís Heiðars Halldórssonar er komið í úrslit Söngvakeppninnar eftir frábæran flutning Dags Sigurðssonar á laginu Í stormi í seinni undanúrslitunum í kvöd á RÚV.

Þar með er ljóst að okkar maður mun eiga lag í úrslitunum sem fram fara þann 3. mars. Þar mun koma í ljós hvaða lag fer fyrir Íslands hönd í Eurovision í Portúgal í maí.

Hafnarfréttir óska okkar mönnum innilega til hamingju með árangurinn.