ATHUGIÐ! Lokanir á Ölfusbraut

Mynd: Baldvin Agnar Hrafnsson

Einhverja næstu daga mun Ölfusbraut, frá hringtorgi að ljósum við Selvogsbraut, vera lokuð.

Unnið er að lagningu hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu og ljósleiðaralögn að iðnaðarsvæði vestan við bæinn og því þarf að þvera Ölfusbraut.
Eftir lagningu á þessum lögnum verður lagnastæðið notað sem stígur og bætist þá við stígakerfi bæjarins tæpir 4 km.

Settar verða upp merkingar við ljósin við Selvogsbraut og við Hringtorgið um akstursleiðir inn og út úr bænum.