Hlustaðu á frábæra ábreiðu Dags – úrslitin á laugardaginn

Dagur Sigurðsson stígur á stokk í úrslitum Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið og mun flytja lag Júlís Heiðars Halldórssonar, Í stormi.

Lagið verður sungið á íslensku í úrslitunum. „Við erum stolt af íslenskunni og okkur finnst íslenski textinn sterkari en sá enski,“ segir hópurinn um ákvörðunina.

Æfingar eru í fullum gangi og var skellt í stórgóða ábreiðu af lagi Justin Timberlake, Say Something. Okkar maður, Baldur Rafn Gissurarson, sá um hljóðupptökuna.

Hlustaðu á þennan snilldarflutning Dags, Fannars, Marinós, Ernu, Péturs og Þórdísar hér að neðan.