Könnun meðal foreldra leikskólabarna vegna sumarleyfa

Á seinasta bæjarstjórnarfundi var samþykkt tillaga um að gera könnun á óskum foreldra til sumarleyfa á leikskólanum. Í tillögunni kemur fram að bæði að könnunin eigi að ná bæði til foreldra barna sem eru á leikskólanum og verða áfram og eins foreldra barna sem koma inn á skólann á næsta skólaári.

Skólaþjónusta Árnesþings verður fengin í samstarf við gerð könnunarinnar og niðurstöður hennar verða síðan lagðar fyrir bæjarstjórn.