Jón Guðni með eina mark Íslands

Mynd: Facebook síða Jóns Guðna

Þorlákshafnardrengurinn Jón Guðni Fjóluson skoraði eina mark Íslands þegar landslið Íslands mætti Perú í æfingaleik síðastliðna nótt.

Jón Guðni jafnaði metin 1-1 með flottu skallamarki og þannig stóðu leikar í hálfleik. Perú voru sterkari í síðari og bættu við tveimur mörkum. Lokatölur 3-1.

Þetta var fyrsta mark Jóns Guðna fyrir hönd A- liðs Íslands en hann spilar stöðu varnarmanns og hefur verið að spila mjög vel að undanförnu með landsliðinu sem og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni.