Fjöldi barna og fullorðinna í vel heppnaðri páskaeggjaleit

Mynd: Ölfus.is

Fjöldi barna og fullorðinna mættu í páskaeggjaleit í skrúðgarðinum í Þorlákshöfn í dag, föstudaginn langa. Foreldrafélag Grunnskólans í Þorlákshöfn stóð fyrir viðburðinum.

Veðrið var til fyrirmyndar þar sem það stytti upp og gerði hið besta veður á meðan á leitinni stóð.

Öll börn fóru sátt heim með páskaegg.