Ölfus komið í undanúrslit í Útsvari

Fyrr í kvöld komst lið Ölfuss áfram í undanúrslit í Útsvari með sigri á liði Seltjarnarness.

Var þetta virkilega spennandi viðureign en okkar lið, sem var skipað Árnýju, Hannesi og Magnþóru, stóð sig frábærlega og landaði flottum sigri 62-56.

Við hjá Hafnarfréttum óskum þeim innilega til hamingju með sigurinn.