Þorláksvöllur lokaður vegna snjós

Þorláksvöllur verður lokaður í dag og á morgun hið minnsta þar sem mikill snjór er á golfvellinum.

„Við vorum að vona að hægt yrði að spila á morgun, en eins og útlitið er í dag þá verður það ekki,“ segir í tilkynningu Golfklúbbs Þorlákshafnar.

Klúbburinn mun koma upplýsingum á framfæri um leið og snjó hefur tekið upp og völlurinn orðinn spilahæfur.

„Þeir sem hafa skráð sig á rástíma nú þegar eru beðnir velvirðingar á þessu.“