Hákon Atli þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis

Hákon Atli Bjarkason, brottfluttur Þorlákshafnarbúi, gerði sér lítið fyrir og varð á laugardag þrefaldur Íslandsmeistari ÍF í borðtennis.

Hákon sigraði Hilmar Björn Zoega í æsispennandi oddaleik í opnum flokki og var lokastaðan 13-11 Hákoni í vil í oddaleiknum. Þá varð Hákon einnig Íslandsmeistari í karlaflokki sem og í tvíliðaleik þar sem hann og Hilmar Björn lönduðu gullinu örugglega.

Frábær árangur hjá okkar manni en meðfylgjandi mynd tók Jón Björn Ólafsson af Hákoni með verðlaunin.