Digiqole ad

F.E.B.Ö. sigraði Suðurlandsmótið í Boccia 2018

 F.E.B.Ö. sigraði Suðurlandsmótið í Boccia 2018

B-lið Félag eldri borgara í Ölfusi (F.E.B.Ö.), bar sigur úr býtum á Suðurlandsmóti í Boccia 2018 sem haldið var í Þorlákshöfn um helgina. Alls tóku 16 lið þátt í mótinu frá Þorlákshöfn austur í Vík í Mýrdal og þar af  voru þrjú frá F.E.B.Ö.

Mikil spenna var í úrslitaleiknum en Ingibjörg Sæmundsdóttir, Sigurður Ólafsson og Brynja B. Herbertsdóttir unnu að lokum  úrslitaleikinn gegn Rangárþingi.

Mótið fór vel fram og var mikil ánægja með góðar veitingar á mótinu.