Vel heppnað ungmennaþing

Ungmennaráð Ölfuss stóð fyrir Ungmennaþingi í gær en þar bauðst ungmennum í sveitarfélaginu tækifæri til að spyrja frambjóðendur í sveitarstjórnarkosningunum spjörunum úr. Áður en frambjóðendur mættu voru ungmennin búin að ræða saman og undirbúa spurningar í umræðuhópum.

Ansi fjörugar umræður sköpuðust og stóðu allir sig glæsilega. Bæði ungmennin og frambjóðendurnir.