Stebbi Þorleifs mætir með Tvenna tíma á 9-una

Söngsveitin Tvennir tímar, kór eldri borgara í Hrunamannahreppi, kemur í heimsókn á 9-una á föstudaginn 25. maí og flytur tónleika á ganginum klukkan 17.00.

Stjórnandi Tvenna tíma er Stefán Þorleifsson sem allir Þorlákshafnarbúar þekkja en hann er uppalinn Þorlákshafnarbúi.