Dagskrá 17. júní í Þorlákshöfn

17. júní, Þjóðhátíðardagur Íslendinga, verður haldinn hátíðlegur um allt land á sunnudaginn.

Það verður vegleg dagskrá á þjóðhátíðardaginn í Þorlákshöfn eins og sjá má hér að neðan en það er Körfuknattleiksdeild Þórs sem heldur utan um þjóðhátíðardaginn í ár.

Kl. 10:30
Morgunsprell í Skrúðgarðinum
Skemmtimót í óhefðbundnum íþróttum fyrir alla fjölskylduna

Kl. 13:00 Skrúðganga frá grunnskólanum
Lúðrasveit Þorlákshafnar fer fyrir göngunni

Kl. 13:30 Hátíðardagskrá í Skrúðgarðinum
– Ávarp bæjarfulltrúa
– Lúðrasveit Þorlákshafnar
– Hátíðarræða nýstúdents
– Ávarp fjallkonunnar

Kl. 14:00 Skemmtidagskrá fyrir fjölskylduna
– Sirkus Íslands
– Drekaleikhúsið: Silvía og drekinn

Kl. 15 Hátíðarkaffi í Versölum
Allir velkomnir í glæsilegt hlaðborð. Tónlistaratriði úr heimabyggð.
Aðgangseyrir f. fullo. Kr. 1500, 12 – 17 ára kr. 1000, 6 – 11 ára kr. 500. Frítt fyrir 5 ára og yngri.
– Tónlistaratriði frá nemendum Tónlistarskóla Árnessýslu
– Aðalbjörg syngur, Halldór Ingi og Ársæll leika á gítar

Kl. 16 Skemmtun við ráðhúsið
– Streetball mót og fjör: 3 á 3. Skipt í 2 hópa: f. 2004 og yngri og f. 2003 og eldri. Blönduð lið. Pizzuveisla frá Meitlinum í verðlaun.
– Myndaratleikur fyrir þau yngstu í Skrúðgarðinum.
– Börnum boðið á hestbak í Skrúðgarðinum
– Hoppukastalar