Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir að ráða bæjarstjóra til starfa

Ölfus er landfræðilega mjög stórt sveitarfélag með ríflega 2.100 íbúum. Þéttbýliskjarninn er Þorlákshöfn en í dreifbýlinu er einnig blómleg byggð búskapar, hestamennsku og ferðaþjónustu.

Leitað er að einstaklingi sem hefur leiðtogahæfileika, stefnumótandi hugsun, áhuga á uppbyggingu samfélagsins, frumkvæði, metnað og mjög góða samskiptahæfileika.

Í boði er fjölbreytt og áhugavert samfélag, metnaðarfullt og faglegt vinnuumhverfi með tækifæri til að hafa áhrif á mótun sveitarfélagsins.

Starfssvið

  • Framkvæmdastjórn sveitarfélagsins.
  • Ábyrgð á stefnumótun og áætlunargerð.
  • Ábyrgð á og stýring á daglegum rekstri.
  • Samskipti við hagsmunaaðila.
  • Framkvæmd á ákvörðunum bæjarstjórnar.
  • Þátttaka í uppbyggingu sveitarfélagsins.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun sem nýtist í starfinu.
  • Þekking og reynsla af fjármálum, stjórnun og rekstri.
  • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu, einkum sveitarfélaga, er kostur.
  • Reynsla af eftirfylgni stefnumótunar.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferlisskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 2. júlí 2018

Sveitarfélagið Ölfus er í mikilli sókn. Íbúum fjölgar hratt og aðstaða fyrir fjölskyldufólk og börn í leik- og grunnskóla er framúrskarandi góð og það á einnig við um aðstöðu til íþrótta- og tómstundaiðkunar. Tækifæri til atvinnuuppbyggingar eru gríðarlega mikil á svæðinu, ekki síst fyrir tilstuðlan hafnarinnar í Þorlákshöfn og fjölbreyttra tækifæra í ferðaþjónustu.

Nánari upplýsingar um sveitafélagið er að finna á www.olfus.is og á vef Capacent.

Hamingjan er hér!