Leikhópurinn Lotta sýnir Gosa í Þorlákshöfn

Leikhópurinn Lotta sýnir nýjasta verk sitt, Gosa, í skrúðgarðinum í Þorlákshöfn fimmtudaginn 5. júlí klukkan 18:00.

Leikhópurinn Lotta hefur verið að gera það gott hjá ungu kynslóðinni, reyndar fullorðnum líka, um allt land undanfarin ár og hefur sett upp fjöldan allan af skemmtilegum ævintýrum. Þá semur hópurinn skemmtilega tónlist við öll verk sín.

Miðar verða seldir á staðnum og er miðaverð 2.300 kr. Frítt fyrir börn tveggja ára og yngri.

Hér að neðan má hlusta á rokkslagarann Ljúgðu Gosi Ljúgðu úr sýningunni Gosi.