Mannlaus bátur á reiki í Ölfusá

Mynd: Pietro Valocchi

Tilkynnt var um mannlausan bát í Ölfusárósi til móts við veitingastaðinn Hafið bláa á tíunda tímanum í morgun. Sunnlenska.is greinir frá.

Björgunarsveitir í Þorlákshöfn, Eyrarbakka og í Árborg voru kallaðar út eftir að vegfarandi um Eyrarbakkaveg tilkynnti um bátinn.

Stór hópur björgunarfólks var kallaður út þar sem ekki er vitað hvaðan báturinn er. Ekkert slys hefur verið tilkynnt í ánni.