Íbúafundur um mögulegan urðunarstað á Nessandi

Sorpstöð Suðurlands hefur boðað til fundar með íbúum í Ölfusi til kynningar á forsendum fyrir staðarvali og uppbyggingu á mögulegum urðunarstað á Nessandi í Ölfusi sem hluta af samstarfi sorpsamlaga á Suðvesturlandi.

Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 23. ágúst kl. 20:00 í Ráðhúsi Ölfuss.