Lögreglan leitar að Jónasi Þór

Lögreglan á Suðurlandi leitar að Jónasi Þór. Síðast sást til hans á Höfuðborgarasvæðinu.

Jónas er klæddur í bláar stórar gallabuxur, svarta íþróttarskó, svarta hettupeysu með hvítum stöfum á og með rauðan bakpoka á bakinu. Jónas er um 165 cm á hæð, ljóshærður með úfið hár.

Þeir sem hafa séð til ferða Jónasar eða vita hvar hann er að finna eru beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 112.