Jarðskjálfti fannst í Ölfusi

Mynd: Baldvin Agnar Hrafnsson

Jarðskjálfti upp á 3,5 á richter fannst í Ölfusi klukkan 20:17 í kvöld.

Upptök skjálftans voru 5,7 kílómetra suður af Bláfjallaskála samkvæmt mælingum Veðurstofunnar.

Miðað við umræður á Facebook þá er greinilegt að íbúar Ölfuss fundu vel fyrir skjálftanum.

Uppfært kl: 21.24
Eftir að skjálftinn var yfirfarinn hjá Veðurstofu Íslands þá reyndist hann 4,1 á richter og um 6,2 km. suður af Bláfjöllum.

„Nokkrir minni eftirskjálftar fylgdu. Enginn merki eru um gosóróa. Margar tilkynningar hafa borist um að hann hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu. Skjálftarnir eru á þekktu jarðskjálftasvæði.“ Segir á heimasíðu Veðurstofunnar.