Jónas með nýtt lag og myndband

Jónas Sigurðsson var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem tekið er upp úti á bjargi í Þorlákshöfn.

Lagið heitir Dansiði og er af væntanlegri plötu Jónasar, Milda hjartað, sem væntanleg er í nóvember.

Frábært lag og myndband frá okkar manni en íbúar í Ölfusi ættu að kannast við bæði landslag og einstaklinga í myndbandinu.

Jónas verður með tvenna tónleika í Þorlákshöfn  6. og 7. nóvember ásamt hljómsveit sinni. Tónleikarnir eru hluti af útgáfutónleikaröð í samhengi við útgáfu þessarar nýju plötu. Uppselt er á tónleikana 7. nóvember og aðeins örfáir miðar eftir þann 6. nóvember. Miðasala fer fram á miði.is.

[/kml_flashembed]