Ölfus fyrst sveitarfélaga til að róbotvæða hluta stjórnsýslunnar

Mynd: Sveitarfélagið Ölfus

Sveitarfélagið Ölfus er fyrst allra sveitarfélaga á landinu til þess að róbótavæða hluta stjórnsýslunnar sem snýr að tæknisviði Ölfuss. Í gær tók sveitarfélagið í notkun hugbúnaðarlausnina OneLandRobot sem er ný sjálfvirk útgáfa frá OneSystems. Hugbúnaðarlausnin vinnur alfarið á rafrænum samskiptum milli sveitarfélagsins og umsækjanda byggingaráforma og byggingarleyfa, hönnuða, byggingarstjóra og iðnmeistara.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss var fyrstur manna til að prófa lausnina. Hann segir að þetta sé hluti af því að auka rafræna stjórnsýslu, bæta aðgengi að gögnum og auka þjónustu við byggingaraðila. Að hans sögn muni þetta spara um 40% af vinnu hjá tæknisviði Ölfuss sem fer í pappírsvinnu, skjölun og frágang.

Hugbúnaðarlausnin inniheldur meðal annars:

  • Einfalt viðmót.
  • Sjálfvirkt uppáskriftarkerfi fyrir hönnuði, byggingarstjóra og iðnmeistara.
    • Eigandi lóðar, hönnuðir og meistarar vita í rauntíma hvar málið er statt á hverjum tíma.
  • Þrískipt meistaraskrá.
  • Rafrænt teikningakerfi, Frá hönnuði til sveitarfélags, athugasemdir á teikningar, sjálfvirk útgáfustýring teikninga.
  • OneLandRobot stjórnborð, Fylgst með framvindu máls, uppáskriftir, innsending teikninga og samþykktir.
  • Gæðakerfi: Ferlar eru með þessu komnir í fastan farveg og auðvelt að fylgjast með framvindu mála.
  • Úttektir: App fyrir iPAD, hægt að nota án þess að vera í netsambandi, rafrænar úttektir, innbyggðar skoðunarhandbækur, úttektir fara sjálfkrafa inn í ferli málsins hjá sveitarfélaginu.

Hægt er að komast inn á OneLandRobot á íbúagátt Ölfuss.