Þórsarar voru grátlega nálægt því að leggja Íslandsmeistara KR að velli í DHL höllinni í kvöld þegar liðin mættust í þriðju umferð Domino’s deildar karla í körfubolta.
Leikurinn var stál í stál og voru Þórsarar að spila hörku bolta. Emil að koma til baka úr meiðslum og Gintautas Matulis spilaði ekkert vegna meiðsla á meðan KR-ingar höfðu að skipa fullmönnuðu liði.
Þórsarar voru 5 stigum yfir þegar ein mínúta var eftir af leiknum en þá setur króatíski leikmaður KR þrist og svo 30 sekúndum seinna setja þeir annan þrist sem reyndist sigurkarfan.
Lokatölur urðu 86-85 KR í vil í hörku leik og klárt mál að Þórsarar eru á réttri leið miðað við spilamennskuna í kvöld.