Digiqole ad

Fotios Lampropoulos semur við Þórsara til tveggja ára

 Fotios Lampropoulos semur við Þórsara til tveggja ára

Þór Þorlákshöfn hefur samið við Fotios Lampropoulos til tveggja ára. Frá þessu greina Þórsarar á Facebook síðu sinni.

Hinn gríski Fotios varð deildarmeistari með Njarðvík á síðasta tímabili þar sem hann skoraði 16 stig og tók 10 fráköst að meðaltali í leik.

Fotios hefur spilað víða á ferlinum, meðal annars nokkur tímabil í efstu deild á Spáni, sem er talin sú sterkasta í heimi á eftir NBA.

„Fotios mun flytja með fjölskylduna í haust og við bjóðum þau hjartanlega velkomin í Hamingjuna,“ segir í tilkynningu Þórsara.