Fotios Lampropoulos semur við Þórsara til tveggja ára

Þór Þorlákshöfn hefur samið við Fotios Lampropoulos til tveggja ára. Frá þessu greina Þórsarar á Facebook síðu sinni.

Hinn gríski Fotios varð deildarmeistari með Njarðvík á síðasta tímabili þar sem hann skoraði 16 stig og tók 10 fráköst að meðaltali í leik.

Fotios hefur spilað víða á ferlinum, meðal annars nokkur tímabil í efstu deild á Spáni, sem er talin sú sterkasta í heimi á eftir NBA.

„Fotios mun flytja með fjölskylduna í haust og við bjóðum þau hjartanlega velkomin í Hamingjuna,“ segir í tilkynningu Þórsara.