Fimm Þorlákshafnarbúar í landsliðshópum sumarsins í körfubolta

Þjálfarar yngri landsliða Íslands hafa valið tólf manna leikmannahópa sína sem munu keppa fyrir Íslands hönd á Norðurlandamótinu 2022 í sumar.

Að þessu sinni eru fimm flottir fulltrúar Þorlákshafnar í hópunum.

Emma Hrönn Hákonardóttir, Gígja Rut Gautadóttir og Hildur Björk Gunnsteinsdóttir voru valdar í undir 18 ára lið stúlkna.

Jóhanna Ýr Ágústsdóttir var valin í undir 15 ára lið stúlkna og Tómas Valur Þrastarson var valinn í undir 18 ára lið drengja. Þá er Daníel Ágúst Halldórsson nýjasti leikmaður meistaraflokks Þórs einnig í undir 18 ára liði drengja.

Hafnarfréttir óska þeim öllum til hamingju með frábæran árangur!