Ægir mætir Kríu

Þorkell Þráinsson fyrirliði Ægis. Mynd: Sunnlenska / GK

Ægismenn fá lið Kríu í heimsókn á Þorlákshafnarvöll í 4. deildinni í kvöld.

Lið Ægis situr í efsta sæti D-riðils með 20 stig og með sigri í kvöld getur liðið styrkt stöðu sína enn frekar en Elliði er í 2. sæti með 19 stig.

Leikurinn hefst klukkan 20 og er frítt á völlinn. Nú er um að gera að nýta veðurblíðuna og skella sér á völlinn.