Ungt fólk leitar út fyrir borgina – Fjölskylda sparar 45 milljónir með búsetu í Ölfusi

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi skrifar:

Í gærmorgun var haldinn fundur í skipulagsnefnd hér í Ölfus. Það bar til tíðinda að á fundinum var úthlutað lóðum fyrir tvær íbúðablokkir og stefnir því í að á nýju ári fari 3 til 4 slíkar í byggingu. Þar verður þá um að ræða 50 til 60 íbúðir sem sérstaklega eru hugsaðar sem fyrsta eða seinasta íbúð. Að auki er mikill áhugi á rað- og parhúsalóðum sem og lóðum undir einbýlishús.

Verið að skipuleggja hagkvæmar og góðar lóðir

Til að mæta þeim mikla áhuga sem er á Ölfus sem búsetukosti hefur sveitarfélagið þegar hafið undirbúning að skipulagi á nýju hverfi fyrir rað- og parhús auk afar skemmtilegra lóða fyrir einbýlishús. Nú þegar eru byrjaðar að berast fyrirspurnir fá áhugasömum aðilum og mun lóðaúthlutun hefjast fljótlega.

Lóðir ekki seldar í hagnaðarskyni, 18 milljónum ódýrara að byggja einbýlishús í Ölfus

Það kemur umsækjendum oft á óvart hversu hagstætt það er að byggja hér í Ölfusinu, samanborið við td. höfuðborgarsvæðið. Þrátt fyrir Ölfusið sé í raun nánast úthverfi höfuðborgarinnar (30 mín. keyrsla) þá eru lóðir hér ekki seldar með hagnað að leiðarljósi heldur eingöngu tekið gjald fyrir útlögðum kostnaði sveitarfélagsins við lóðina. Hjón sem hyggja á byggingu á einbýlishúsi hér í Ölfusinu sögðu mér að þau hafi áður ætlað að kaupa lóð í Reykjavíkur. Miðað við útreikninga þeirra munaði um 20 milljónum á kostnaði við byggingu þar miðað við hér í Ölfusinu. Þar réði lóðakostnaður mestu (um 18 milljónum) og þar að auki töldu þau ýmislegt annað einnig hagkvæmara hér svo sem flutningur á byggingaefni beint með Mykinesinu og fl.

Á 25 árum munar a.m.k. 45 milljónum

Þessi ákveðni aðili valdi því að byggja húsið hér og hyggst flytja fjölskylduna. Það er athyglisvert að skoða hverju þetta breytir fyrir hann og hans fjölskyldu. Miðað við hans frásögn þá er sennilega um 20 milljónum ódýrara að byggja hér er í Ölfusinu en í Reykjavík þegar allt er talið. Viðkomandi þarf því 20 milljónum minna í húsnæðislán. Greiðslubyrðin af húsnæðisláni (til 25 ára) er um 150 þúsund lægri á hverjum mánuði eða 1.8 milljón á ári. Á þessum 25 árum borgar hann því hátt í 45 milljónum minna af húsnæðinu sem fjölskyldan hefur þá til annarra nota. Það er hægt að gera ýmislegt fyrir svoleiðs fjárhæð. Þar við bætist að lífið er bæði betra og auðveldara hér en í borginni.

Mynd: Baldvin Agnar Hrafnsson

Ungu fólki þrýst í burtu af höfuðborgarsvæðinu

Þá er óþarft að draga fjöður yfir það að hátt lóða- og fasteignaverð og lítið framboð af hagstæðu húsnæði hvetur mjög ungt fólk til að leita hófanna utan borgarmarkanna. Jafnvel má segja að því sé þrýst í burtu af höfuðborgarsvæðinu samhliða því sem nágranasveitarfélögin hafa skapað segul með háu þjónustustigi og hafstæðu lóðaverði. Nánast á hverjum degi berast enda fyrirspurnir frá fólki sem telur það góðan kost að búa í minna samfélagi með sterka innrigerð, jafnvel þótt það þurfi að keyra í 30 mínútur til að sækja vinnu á höfuðborgarsvæðið.

Ekki að furða að Ölfusið sé vinsælt

Vinsældir Ölfus sem búsetukost koma því ekki á óvart og eru viðbúnar. Fyrir það fyrsta býr atvinnulífið hér við einstakan kost til framtíðar með uppbyggingu hafnarinnar, vistvæna orkuframleiðslu og nálægð við stærsta markaðssvæðið. Þá hefur náttúrfegurð og sterkir innviðir svo sem einstök íþróttaaðstaða, góðir skólar, öflugt tónlistarlíf og fl. mjög sterkt aðdráttarafla. Litlar vegalengdir auðvelda barnafjölskyldum lífið og skapa börnum þroskavænt umhverfi. Atvinnusvæðið er stórt enda fjölmargir sem velja að vinna í borginni en búa fjölskyldunni samastað í rólegheitum minna samfélags.