Jólaskókassinn er kominn í sölu – Panta þarf fyrir 10. desember

Kiwanisklúbburinn Ölver mun selja jólaskókassann eins og undanfarin ár. Jólaskókassinn inniheldur fjölbreytta smápakka/poka sem innihalda m.a sælgæti og smáhluti.

Þess má geta að allur ágóði sölu kassans fer í að styrkja Grunnskólann í Þorlákshöfn sem nýtir hann til hópefliferða 8. og 9. bekkjar einhverntíman á skólaárinu. Tilgangur ferðanna er að stuðla að jákvæðri samveru, upplifun og heilsusamlegu líferni fyrir nemendurna. Til skiptis verður farið í menningarferð annars vegar og hins vegar í útivistar-dagsferð.

Undirritaður var samningur þess efnis með fulltrúum Ölvers, nemendafélagsins og skólastjórnendum. Fyrsta ferðin var svo farin um daginn á myndina „Lof mér að falla“ sem hluti af forvarnarstarfi skólans.

Hver kassi kostar aðeins kr. 6.000
Systkinaafsláttur: 2 kassar 11.000 og 3 kassar 15.000

Jólaskókassann er hægt að panta á síðunni jolaskokassi.com með því að smella hér.
Neðst á síðunni er form þar sem þið fyllið út póstupplýsingar og tilgreinið hversu mörg börn eru á heimilinu, kyn og aldur (eða hversu marga kassa óskað er eftir ).

Kassinn verður afhentur fyrir 10. desember.