Digiqole ad

Auðveldur sigur Þórsara á Haukum

 Auðveldur sigur Þórsara á Haukum

Þórsarar unnu afar sannfærandi sigur í Domino’s deildinni í kvöld þegar þeir lögðu Hauka að velli í Hafnarfirði 73-106.

Leikurinn hófst af miklum krafti hjá Þórsurum sem fóru hamförum og skoruðu 37 stig gegn 23 stigum Hauka eftir fyrsta leikhluta. Áfram héldu Þórsarar í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 39-59.

Liðin skiptust á að skora í þriðja leikhluta en í loka fjórðungnum gáfu Þórsarar allt í botn og niðurstaðan 33 stiga sigur Þorlákshafnardrengjanna.

Með sigrinum fara Þórsarar upp fyrir Hauka með 8 stig í 7. sæti deildarinnar á innbyrðis viðureign. Þá eru Grindavík og ÍR einnig með 8 stig.

Halldór Garðar var frábær í kvöld með 25 stig og tók 4 fráköst. Nikolas Tomsick var einnig frábær að vanda með 21 stig  og gaf hvorki meira né minna en 15 stoðsendingar, Jaka Brodnik setti 18 stig og gaf 10 fráköst. Emil Karel var með 14 stig og 6 fráköst, Kinu Rochford 12stig og 17 fráköst. Ragnar Örn 11 stig og 6 fráköst og Davíð Arnar setti 5 stig.