Áramótabrenna og flugeldasýning á gamlársdag í Þorlákshöfn

Kveikt verður í áramótabrennunni í Þorlákshöfn á morgun, gamlársdag, klukkan 17:00. Kiwanismenn munu síðan vera með sína árlegu flugeldasýningu.

Eins og undanfarin ár er brennan staðsett fyrir ofan skötubótina, norðanmegin við hús Ísfells á enda Óseyrarbrautar.

Vert er að nefna að einungis má vera með stjörnuljós og blys (þó ekki skotblys) við brennuna. Öll meðferð flugelda og annara skotelda er bönnuð á svæðinu.