Þrettándagleði og körfuboltaleikur í dag: Þór fær Tindastól í heimsókn

Í dag, á síðasta degi jóla, verður nóg um að vera í Þorlákshöfn.

Klukkan 17 verða jólin kvödd með brennu og flugeldasýningu á tjaldsvæðinu fyrir aftan íþróttamiðstöðina.

Að því loknu eða klukkan 18 hefst síðan stórleikur í Domino’s deildinni í körfubolta þegar topplið Tindastóls mætir Þórsurum í Icelandic Glacial höllinni.

Nú er tilvalið að mæta á Þrettándagleðina og rölta svo nokkur skref yfir á frábæran körfuboltaleik.