Frábær liðssigur Þórs á toppliði Tindastóls

Þórsarar unnu frábæran sigur á toppliði Tindastóls nú rétt í þessu í Icelandic Glacial höllinni í Þorlákshöfn. Lokatölur urðu 98-90.

Mikið jafnræði var með liðunum út allan leikinn og varð munurinn til að mynda aldrei meiri en 10 stig.

Allir leikmenn Þórs áttu flottan leik í kvöld og skiluðu góðu framlagi sem á endanum skóp þennan mikilvæga sigur.

Jaka Brodnik var stigahæstur Þórsara með 21 stig og Kinu Rochford setti 20 stig og tók 15 fraköst. Halldór Garðar og Nicholas Tomsick gerðu 16 stig hvor. Davíð Arnar bætti við 10 stigum og Emil Karel setti 9 stig.

Næsti leikur Þórs er útileikur gegn Njarðvík á fimmtudaginn.