Íslandsmeistararnir í heimsókn

Í kvöld fer fram enn einn stórleikurinn í Domino’s deildinni hjá Þórsurum. Íslandsmeistarar KR mæta núna í heimsókn í Icelandic Glacial höllina í Þorlákshöfn.

Þórsarar hafa spilað virkilega vel í undanförnum leikjum og unnu til að mynda topplið Tindastóls og voru grátlega nálægt því að vinna hitt toppliðið, Njarðvík, í síðustu umferð.

KR eru líka á mikilli siglingu og hafa styrkt lið sitt mikið að undanförn. Það má því fastlega gera ráð fyrir hörku leik í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 en stuðningur úr stúkunni skiptir miklu máli.