Þórsarar unnu ævintýranlegan sigur á ÍR í Breiðholtinu í kvöld þegar liðin mættust í 17. umferð Domino’s deildarinnar í körfubolta.
Mikið jafnræði var með liðunum allan leikinn og réðust úrslit leiksins ekki fyrr en í blálokin.
Þegar 5,7 sekúndur lifðu leiks fær Nick Tomsick boltann í hendurnar og setur niður enn einn ótrúlegan þrist sem reyndist sigurkarfa leiksins. ÍR-ingar náðu ekki að nýta sér síðustu 5 sekúndurnar og frábær eins stigs sigur Þórsara staðreynd, 95-96.
Vörn Þórsara í síðari hálfleik skóp þennan sigur og voru margir leikmenn að skila góðu framlagi í kvöld.
Tomsick var frábær og skoraði 24 stig, gaf 7 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Halldór Garðar var virkilega flottur með 23 stig og Jaka Brodnik átti góðan leik með 22 stig. Emil Karel skoraði 13 stig og Kinu Rochford skoraði 12 stig en tók 14 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.