Mikilvægur sigur Ægismanna

Ægismenn unnu mikilvægan sigur á heimavelli í gær þegar Einherji kom í heimsókn. Lokatölur urðu 3-0.

Stefan Dabetic kom Ægismönnum 1-0 yfir á 29. mínútu leiksins og þannig var staðan í hálfleik. Petar Banovic bætti við öðru marki Ægismanna á 71. mínútu og staðan orðin vænleg. Það var svo Pétur Smári Sigurðsson sem gerði út um leikinn á 76. mínútu með góðu marki og þriggja marka sigur Ægismanna staðreynd.

Þegar tveir leikir eru eftir eru Ægismenn í 8. sæti deildarinnar með 24 stig. Næsti leikur er næstkomandi laugardag gegn Reyni Sandgerði.