Helgi og Sigurður dæmdu báðir í Domino’s deildinni í gær

Ölfusingarnir og tvíburarnir Sigurður og Helgi Jónssynir dæmdu sína fyrstu leiki í Dominos-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Þessir höfðingjar eru einungis 19 ára gamlir og þykja virkilega efnilegir körfuboltadómarar.

Helgi dæmdi leik Njarðvíkur og ÍR á meðan Sigurður ferðaðist norður á Sauðárkrók og dæmdi leik Tindastóls og Breiðabliks.

Frábær árangur hjá þessum flottu bræðrum enda ekki oft sem menn fá tækifæri á að dæma í efstu deild aðeins 19 ára gamlir.