Laugardaginn 9. mars mun Sjálfstæðisfélagið Ægir halda áfram með laugardagsfundina sína og nú verður gestur fundarins Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.

Fundurinn hefst kl. 11:00 og verður í húsnæði félagsins á Unubakka 3A.

Heitt á könnunni og allir velkomnir.

Stjórn Sjálfstæðisfélagsins Ægis