Saumastofan í uppsetningu Leikfélags Ölfuss hefur fengið mjög góðar viðtökur. Sýningin fer aftur af stað annað kvöld, föstudaginn 15. mars, eftir smá sýningahlé en uppselt er á þá sýningu.
Hér eru næstu sýningar:
7. sýning föstudaginn 15. mars-uppselt
8. sýning sunnudaginn 17. mars-uppselt
9. sýning þriðjudaginn 19. mars-uppselt
10. sýning föstudaginn 22. mars-uppselt
11. sýning sunnudaginn 24. mars
Tvær aukasýningar hafa bæst við vegna mikillar eftirspurnar:
12. sýning þriðjudaginn 26. mars
13. sýning föstudaginn 29. mars
Sýnt er í Versölum í Þorlákshöfn og hefjast allar sýningar klukkan 20:00. Miðasala er í síma 692-0939 milli 17-20 og á miðasalalo@gmail.com. Miðaverð er 2500 krónur.