Kaupfélag Skagfirðinga, sem í dag stundar landeldi á bleikju í Þorlákshöfn, hefur hug á umfangsmiklu laxeldi á landi. En þetta kemur fram í viðtali við Þórólf Gíslason kaupfélagsstjóra á mbl.is. Telur hann að aðstaðan í Þorlákshöfn sé góð og möguleiki á meiri aðstöðu þar ef þurfa þykir.
„Við erum að skoða stórar hugmyndir um landeldi á laxi. Í Þorlákshöfn eru skilyrði góð, bæði aðgangur að heitu og köldu vatni, sem og sjó, og nálægð við flugvöllinn. Landeldi á laxi er komið styttra á veg í heiminum en margir halda, og það eru ekki nema örfáir aðilar í því, eða innan við 100 í heiminum öllum, og bara 3 – 4 verulega stórir.“