Íslandsmeistarar í hópfimleikum

Vinkonurnar Auður Helga og Silvía Rós.

Þorlákshafnarmærin Auður Helga Halldórsdóttir varð Íslandsmeistari með liði Selfoss í 1. flokki unglinga á Íslandsmótinu í hópfimleikum sem haldið var í fimleikahúsi Stjörnunnar í Garðabæ síðastliðinn miðvikudag.

Silvía Rós Valdimarsdóttir varð einnig Íslandsmeistari með sama liði en hún er uppalin í Þorlákshöfn en er nýlega flutt á Selfoss.

Þá fékk Auður Helga viðurkenningu fyrir að vera efnilegust í flokki unglinga í 1. flokki kvenna á uppskeruhátíð Selfoss um síðustu helgi.

Hafnarfréttir óska stelpunum til hamingju með frábæran árangur!

Hér má sjá útsendingu RÚV frá Íslandsmótinu.