Aðalsafnaðarfundur Þorláks- og Hjallasóknar

Aðalsafnaðarfundur Þorláks- og Hjallasóknar verður haldinn í Þorlákskirkju föstudaginn 7. júní kl. 20:00.  Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Hlín Sverrisdóttir landslagsarkitekt mæta á fundinn og kynna fyrirhugaða stækkun kirkjugarðsins í Þorlákshöfn. 

Þá verða kynntar og afgreiddar tillögur Biskupafunda um sameiningu prestakalla á Suðurlandi.  Annarsvegar um sameiningu Þorlákshafnar-, Hveragerðis- ,Selfoss- og Eyrarbakkaprestakalla og hinsvegar sameiningu Þorlákshafnarprestakalls og Hveragerðisprestakalls.

Sóknarnefnd