Sóli Hólm með nýju sýninguna á Hendur í höfn á laugardaginn

Ný uppistandssýning Sólmundar Hólm kallast Varist eftirhermur!

Sóli Hólm mætir með splunkunýja sýningu á Hendur í höfn sem hefur slegið í gegn víða um land. Sýningin ber heitið Varist eftirhermur!
Lýsandi titill þar sem fáir hér á landi geta brugðið sér í líki jafnmargra þjóðþekktra Íslendinga og Sóli Hólm.

Sóli Hólm sló í gegn á síðasta ári þegar hann setti sína fyrstu uppistandssýningu á svið í byrjun árs. Sýningarnar áttu upphaflega að vera fjórar en urðu á endanum 35 og kom hann meðal annars með sýninguna á Hendur í höfn. Það er gaman að segja frá því að sama kvöld var einnig árshátíð Sveitafélagsins Ölfuss en það kom ekki að sök, fullt hús og frábær stemning!

Það margborgar sig að næla í miða sem fyrst inn á midi.is í ljósi þess að síðast komust færri að en vildu.
Að venju eru borðapantanid á hendurihofn@hendurihofn.is